Tónlistarsnillingurinn og borgarfulltrúinn, Eyþór Arnalds, er í forsíðuviðtali við Fréttablaðið um helgina. Hann segir þar frá lífi og ástum en jafnframt umdeildum fjárfestingum í Árvakri, útgáfu Morgunblaðsins. „Hlutur minn í Mogganum hefur rýrnað á hverju ári, því miður. Ég átti þennan hlut áður en ég fór í borgarpólitíkina en um leið og ég fór þangað sagði ég mig úr stjórn Árvakurs og hef engin afskipti þar. Hlutur minn hefur verið til sölu en það er lítil eftirspurn enda afkoman neikvæð,“ segir hann og áréttar að hann sé ekki með „neinar beinagrindur í skápnum“og skuldi seljandanum, Samherja, ekki neitt fremur en þeir honum. Viðtalið ber með sér að hann ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum …