Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Engin gleði með Þórð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórður Már Jóhannesson, athafnamaður og einn af stærstu eigendum Krónunnar og N1, er enn einn sá umdeildasti í viðskiptalífinu. Hann á nú von á því að verða endurreistur. Þórður Már var borinn þungum sökum um kynferðsilegt áreyti af Vitalíu Lazereva og neyddist í framhaldi til að segja af sér stjórnarsetu í Festi, móðurfélagi Krónunnar og N1. Nú hefur rofað til hjá Þórði í bili því tilnefninganefnd Festar leggur til að Þórður Már snúi aftur í stjórn á aðalfundi félagsins 6. mars. Þessi tillaga er væntanlega komin fram í því ljósi að kærumáli Vítalíu á hendur Þórði Má var vísað frá. Kæru pottverjanna á hendur Vítalíu og Arnars Grant, elskhuga hennar, fyrir fjárkúgun var einnig vísað frá.  málum því lokið og ekki verður rannsakað frekar hvernig í pottinn var búið. Flestum er ljóst að þótt ekki hafi verið brotin lög í pottinum þá var siðleysið ríkjandi þegar Vítalíu misbauð.

Þrátt fyrir frávísunina þykir Þórður ekki vera góður kostur til stjórnarsetu í Festi. Lífeyrissjóðir, sem eiga stærstan hluta í félaginu, hafa nú risið upp á afturlappirnar og mótmæla uppreist Þórðar. Heimildin greinir frá þessu máli og vitnar til ráðamanna á vegum sjóðanna. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er stærsti hluthafinn í Festi og jafnframt einn umfangsmesti fjárfestir á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Stjórn sjóðsins lýsti yfir vonbrigðum með störf tilnefningarnefndar Festis, í svari til Heimildarinnar.

„Við erum mótfallin því að Þórður Már taki aftur sæti í stjórn,“ sagði í svarinu. Óánægja er innan fleiri lífeyrissjóða og ljóst að engin gleði er með boðaða endurkomu Þórðar. Reiknað er með átökum á aðalfundinum ef Þórður dregur ekki framboðið til baka …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -