Glæpamenn höfuðborgarsvæðisins létu lítið fyrir sér fara í nótt og enginn hvílir í fangageymslum lögreglunnar þegar þessi dagur rís. Smáafbrot voru þó til staðar eins og fyrri daginn og stöku búðarþjófur við iðju sína.
Lögregla var kölluð til vegna þjófnaðar í tveimur verslunum. Mál búðarþjófanna voru leyst á vettvangi.
Ökumaður var stöðvaður í akstri, grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Blóð var dregið úr honum og hann látinn laus eftir hefðbundið ferli. Annar ökumaður var einnig stöðvaður í akstri grunaður um sömu sakir. Sá var með fíkniefni í fórum sínum. Hann var látinn laus eftir að tekin voru úr honum lífssýni.
Lögregla kölluð til vegna þjófnaðar í verslun. Málið leyst á vettvangi.
Lögregla kölluð til vegna slagsmálaþ Þrír menn eru grunaðir um líkamsárás. Málið er í rannsókn.