Fáir landsmenn hafa trú á Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, til að leiða Alþýðusamband Íslands, ef marka má könnun Fréttablaðsins um það hver sé best fallinn til embættisins. Sólveig Anna fékk aðeins 6,1 prósent fylgi meðal þátttakenda en hún á hvað stærstan þátt í að hrekja Drífu Snædal af forsetastóli sambandsins. Drífa virðist hins vegar njóta mikils trausts landsmanna því helmingur aðspurðra vildu að hún héldi áfram sem forseti.
Menningarbylting hefur staðið í verkalýðshreyfingunni þar sem Sólveig Anna, Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness,. hafa staðið í stafni og gefa fyrirheit um að rétta af hlut öreiga. Ragnar og Vilhjálmur njóta stuðnings um og innan við 20 prósenta hvor.
Reiknað er með að harka eigi eftir að hlaupa í kjarabaráttuna í haust þegar þreminngarnir reiða til höggs. Staða Sólveigar Önnu er þó frekar þröng vegna hópuppsagan og framkomu hennar við eigið starfsfólk sem grimmustu atvinnurekendur telja til fyrirmyndar …