Undarleg uppákoma varð í Sjónvarpi allra landsmanna í gærkvöld þegar Hrafn Guðmundsson veðurfræðingur birtist á skjánum til að boða landsmönnum nýjustu horfur í veðri. Veðurfræðíngurinn hóf tölu sína yfirvegaður og bauð að vanda gott kvöld. Þegar hann leit á kortin varð hann kjaftstopp um stund og gerðist flausturslegur. „Sorrý“ við gerum þetta aftur sagði hann svo og hvarf úr mynd en birtist að vörmu spori eins og ekkert hefði gerst og bauð aftur gott kvöld. Kortin rúlluðu svo yfir skjáinn og spáin rann fram af vörum veðurfræðingsins.
Samtstarfsmaður Hrafns, Gísli Marteinn Baldursson, gerði mikið úr málinu í þætti sínum Vikunni og spilaði aftur myndskeiðið með veðurfræðingnum seinheppna. Gísli sagði stóru tíðindin vera þau að Sjónvarpið sendi ekki veðrið beint út eins og látið hafði verið í veðri vaka. Þarna væru á ferð upptökur þar sem gleymst hefði að klippa út mistökin. Áratugum saman héldu áhorfendur að veðurfræðingar væri í beinni útsengu …