Margir innanbúðarmenn Samfylkingarinnar eru spenntir að sjá hvað Guðmundur Ari Sigurjónsson, tilvonandi þingmaður flokksins, tekst að gera á sínu fyrsta kjörtímabili. Guðmundur hefur sem oddviti í undanförnum sveitarstjórnarkosningum náð að saxa verulega á fylgi Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi og fékk Samfylkingin yfir 40% atkvæða yfir stjórn Guðmundar árið 2022.
Eitt sem ekki margir utan Seltjarnarness vita um fortíð Guðmundar er að hann starfaði lengi í félagstöðsmiðstöð. Þykir mikil og löng reynsla hans sem félagsmiðstöðvastarfsmaður henta gífurlega vel inn á Alþingi en fáir eru betri starfsmenn félagsmiðstöðva í að ná til fólks með mismunandi bakgrunn og skoðanir.
Guðmundur hefur einmitt lýst því yfir að lögfesta þurfi tilveru félagsmiðstöðva í lögum en þegar sveitarfélög skera niður útgjöld eru félagsmiðstöðvar yfirleitt ofarlega á listanum yfir hluti til að skera niður. Auðvitað er það þó gert eftir að stjórnmálamenn gorta yfir góðum árangri sem náðst hefur í starfinu …