Fimmtudagur 16. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Fortíð Þorvaldar Lúðvíks

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sú tilkynning Niceair að hlé hafi verið gert á starfseminni og farþegar erlendis kæmust ekki heim með flugfélaginu hefur valdið bæði uppnámi og áhyggjum. Norðlendingar höfðu bundið miklar vonir við reksturinn sem átti að gefa þeim beina tengingi við útlönd. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Nicair, hóf reksturinn af miklum eldmóði en lenti strax í ógöngum þegar bresk flugmálayfirvöld gáfu félaginu ekki leyfi til að fljúga til Bretlands. Nú er staðan sú að félagið hefur ekki lengur til afnota flugvél.

Þorvaldur útskýrði málið þannig að eigandi vélarinnar, sem leigir hana áfram, hefði ekki staðið í skilum og hún því kyrrsett. Þetta þykir vera hið undarlegasta mál og skrýtið að félagið slkuli ekki leigja vél af öðrum ef allt leikur í lyndi þeim megin.

Þorvaldur Lúðvík á sér fortíð sem forstjóri fjárfestingabankans Saga Capital sem varð gjaldþrota árið 2012. Hann blandaðist inn í Stímmálið og fékk skilorðsbundinn dóm í því máli fyrir hlutdeild í umboðssvikum. Einhverjir dást að Þorvaldi fyrir að gefast ekki upp í mótlætinu og halda áfram að stofna og reka fyrirtæki. Þessir sömu vona að honum takist að hefja Niceair til lofts á ný …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -