Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur gjarnan gert sig gildandi í umræðunni og þykir afar snjall að koma sér á framfæri. Sérgrein Simma Vill eru samfélagsmiðlar. Frægt varð þegar hann grét hástöfum í beinni útsendingu á einum slíkum og uppskar þjóðarathygli.
Hermt er að Framsóknarflokkurinn hafi nú krækt í kappann og hann muni verma eitt af toppsætum flokksins í Norðausturkjördæmi. Sigmar kemur svo sem ekkert af fjöllum í kjördæminu en hann er alinn upp á Egilsstöðum.
Sigmar er einn eitt frægðarmennið sem stígur inn á hið pólitíska svið. Víst er að hann getur lagt Framsóknarflokknum lið og þá ekki síst þar sem kemur að samfélagsmiðlum. Óljóst er þó með stefnumál hans. Ekki er ólíklegt að hann komist inn á þing ef verður af framboðinu og þá kemur erindi hans í ljós …