Ástandið innan Eflingar er ekki burðugt eftir brotthvarf Sólveigar Önnu Jónsdóttur af stóli formanns og félagið sem lamað. Hún hætti sem kunnugt er eftir að gerð var gegn henni uppreisn á skrifstofu og innan stjórnar. Helsti andstæðingur hennar var Guðmundur Baldursson stjórnarmaður, sem gerði sig mjög gildandi þegar formaðurinn ákvað að hætta vegna meintra ofsókna. Hann var af mörgum talinn hinn mesti friðarspillir og örlagavaldur í lífi Sólveigar Önnu. En nú er annað uppi á teningnum. Guðmundur gefur kost á sér sem formaður og segir meginmarkmið sitt að koma á friði innan félagsins. Einhver gamansamur orðaði það sem svo að minkurinn vildi komast í hænsnakofann til að koma á friði og ró. Ólíklegt er talið að Guðmundur nái kjöri …