Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason hefur snúið aftur eftir að hann missti vinnuna hjá Sýn eftir ásakanir fyrrverandi kærustu sinnar. Aðgerðahópurinn Öfgar beitti sér meðal annars harkalega gegn honum og vildi halda honum úti í hafsauga. Frosti baðst afsökunar og brá sér á sjóinn eftir að hann hætti hjá Sýn.
Nú snýr Frosti aftur tvíefldur inn á svið fjölmiðla með efnisveitu sína, Brotkast, sem meðal annars mun halda úti þeim gamlakunna þætti Harmageddon. Frosti fer mikinn í fyrsta þættinum og lætur einkaþjálfarann Ólöfu Töru og baráttukonurnar í Öfgum hafa það óþvegið fyrir að leita uppi sora eða skálda sökum á menn. Öfgar svöruðu ummælum Frosta á Twitter. Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir, talskona Öfga, birti klippu þar sem hann talar um Öfga og segir: „Get over yourself.“
DV benti á að Ólöf Tara birti athugasemd við færslu Tönju og segir að um ærumeiðingar og lygar sé að ræða: „Byrjar fyrsta þáttinn á ærumeiðingum. Karlar gonna be karlar. Alltaf að ljúga.“
Frosti er kominn í stríð sem ekki sér fyrir endann á og mun væntanlega ekkert gefa eftir fremur en Öfgakonurnar …