Logi Einarsson, formaður Samfylkingar, mun sitja áfram „í bili“ segir í frétt Morgunblaðsins sem skrifuð er af þeim umdeilda Andrési Magnússyni, fulltrúa ritstjóra. Ef fréttin er lesin þá kemur ekkert fram um að áform séu um að Logi sé á förum en viðbrögð hans um að hann sé vissulega formaður í augnablikinu eru túlkuð sem vísbending um mögulegt brotthvarf. Andrés þessi er landsþekktur álitsgjafi og einn af lyklilmönnum Skrímsladeildar Sjálfstæðisflokksins sem annast hefur neðanjarðarvinnu fyrir flokkinn og gætt þess að koma höggi á andstæðinga flokksins. Logi er þekktir fyrir þá eindregnu afstöðu sína að vilja ekki fara í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknun. Nú virðist sem flokkurinn hafi einsett sér að koma Loga frá völdum …