Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er í furðulegri stöðu eftir að hún var í gær dæmd í undirrétti fyrir að brjóta gróflega á starfsfólki á skrifstofu Eflingar. Fáheyrt er að verkalýðsleiðtogi brjóti gegn þeim sem honum ber að vernda, launþegunum, án þess að gjalda fyrir það. Í dómunum er lýst því ógnarástandi og fantaskap sem ríkti á skrifstofum verkalýðsfélagsins.
Ólíklegt er talið að Sólveig Anna axli ábyrgð sína með neinum hætti. Hún hefur gjarnan svarað fyrir sig út og suður, í sama anda og kennt er við Donald Trump. Auk þess að vera dæmd fyrir óhæfuna er Sólveig í þeirri stöðu að hafa hrakið frá sér bandamenn á borð við Vilhjálm Birgisson, formann Starfsgreinasambandsins, sem hún fordæmdi fyrir samningana við atvinnurekendur.
Nú standa öll spjót á Eflingu um að gera betur í samræmi við loforð og yfirlýsingar og sannfæra Samtök atvinnulífsins um að þeim beri að fá meira en Starfsgreinasambandið fékk. Sólveig Anna er baráttuglöð og árásarhneigð í hlutverki sínu en lítið hefur farið fyrir samningatækni og árangri. Við henni blasir að kokgleypa samning Starfsgreinasambandsins eða fara í verkfall með lélegt bakland …