Laugardagur 30. nóvember, 2024
-4.8 C
Reykjavik

Fýluför hjóna fyrir dóm

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhannesson á að baki marga sigra og nokkrar brotlendingar á ferli sínum sem einn umsvifamesti kaupsýslumaður landsins. Á sínum tíma endurreisti hann Fréttablaðið og komst yfir Stöð 2 með öllum þeim kostum og göllum sem fylgja því að eiga sjónvarpsstöðina. Jón Ásgeir er fyrir löngu búinn að missa ítökin í fjölmiðlum landsins. Stöð 2 er undir Sýn og  auðmaðurinn Helgi Magnússon hefur tekið Fréttablaðið í fang sér. En fjölmiðlasögu Jóns Ásgeirs er þó ekki lokið. Hann og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, hafa krafið stjórnarmenn og framkvæmdastjóra Sýnar um 2 milljarða króna vegna vanefnda eftir að félagið yfirtók Stöð 2 og aðrar eignir 365 ehf. Þetta varð fýluför því Héraðsdómur Reykjavíkur hefur nú vísað málinu frá vegna annmarka á málatilbúnaði og því að dómkröfur stefnenda séu óljósar. Stefnendur áfrýjuðu niðurstöðunni. Jón Ásgeir er þaulreyndur fyrir dómstólum eftir að hafa barist um árabil í Baugsmálinu. Hann mun hafa nóg að gera á þessum vettvangi á næstunni því eigendur Sýnar hafa einnig stefnt þeim hjónum fyrir brot á kaupsamningi í sömu viðskiptum. Skaðabótakrafan á hjónin nemur 1,7 milljarði króna …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -