Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Fyrirgefðu, Jón Ásgeir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason hefur marga fjöruna sopið á ferli sínum sem fjölmiðlamaður. Hann starfaði lengi vel innan einkageirans og átti um tíma sinn eigin fjölmiðil, Nútímann. Hann fékk nóg af einkarekstrinum og er flúinn í náðarfaðm Ríkisútvarpsins þar sem hann sinnir samfélagsmiðlum og markar sín spor.

Atli hefur í seinni tíð iðrast vegna frétta og yfirlýsinga í árdaga ferils síns. Hann tók því þá ákvörðun að vera með röð hlaðvarpsþátta, Sorrí, þar sem hann biðst fyrirgefningar á einu og öðru. Meðal þeirra sem hafa mætt í þátt hans er Friðrik Ómar Hjörleifsson tónlistarmaður sem varð fyrir barðinu á þeim unga Atla sem þá starfaði á Blaðinu. Atli skrifaði þá illkvittinn dóm um nýja plötu Friðriks og hefur nú beðist fyrirgefningar.

Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður er annar sem fékk heilan þátt þar sem Atli iðrast að honum viðstöddum. Atli starfaði á Fréttablaðinu í eigendatíð Jóns Ásgeirs. Þegar umræðan um útrásarvíkinginn Jón Ásgeir var sem grimmust lagði blaðamaður hans til á Facebook að þjóðin tæki þátt í að safna fé til að bjarga Jóni. Í framhaldinu mun eigandinn hafa krafist þess að blaðamaðurinn yrði rekinn, sem þó varð ekki. Atli bað athafnamanninn margsinnins afsökunar á bíræfni sinni og honum var fyrirgefið …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -