- Auglýsing -
Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, gerir jöfnum höndum út á upphaf og endalok lífsins. Þannig stórgræðir útgáfa hans á því að birta minningargreinar og selja syrgjendum og öðrum aðgang að greinum um hina látnu. Þá græðir blaðið ótæpilega á því að auglýsa legsteina og útfararþjónustu innan um minningarorðin.
Davíð hefur einnig gert sér grein fyrir að umfjöllun um kynlíf er vel til þess fallið að laða að lesendur. Í gær mátti lesa frétt á mbl.is um að einstaklingur nokkur fékk fyrstu fullnæginguna 38 ára að aldri. Fréttin sló út mögnuðustu greinar og tróndi í efsta sæti á lista blaðsins yfir mest lesnu fréttir dagsins …