- Auglýsing -
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur mikinn vilja til að selja Íslandsbanka. Hann nýtur í þeim efnum stuðnings Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Sigurðar Inga Jóhannsson samgönguráðherra. þar með er breið samstaða um söluna. Vitað er að gammar íslensks viðskiptalífs hafa mikinn áhuga á bankanum og margir þeirra eru í vinamengi Bjarna. Stærsta verkefnið við söluferlið verður því að tryggja að allt fari eðlilega fram og leikbræður og frændur leiki ekki lausum hala …