Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Getuleysi Bjarna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra á ekki sjö dagana sæla nú þegar skuggi fylgishruns fylgir honum hvert sem hann fer. Tvær kannanir sýna skelfilega stöðu hins forna valdaflokks sem jafnvel hefur mælst minni en Miðflokkurinn, popúlistaflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.

Fylgishrun flokksins er enn alvarlegra þegar litið er til kannana í höfuðborginni þar sem versta tilfellið sýnir hann á meðal smáflokka. Bjarni hefur gjarnan verið kokhraustur þegar fallandi fylgi flokksins ber á góma. Nú hefur orðið á nokkur breyting og hann segir að flokksmenn þurfi að líta inn á við. Þessi meinta auðmýkt birtist líka á sínum tíma þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir gerði atlögu að formannsembættinu. Bjarni birtist þá landsmönnum í sjónvarpsviðtali, depurðin uppmáluð, og uppskar samúðarfylgi sem fleytti honum áfram sem formanni og Hanna Birna fór seinna sína leið sem útlagi í pólitík.

Nú er hún Bjarnabúð stekkur. Á flokksráðsfundi í dag þarf Bjarni að sannfæra sitt fólk um að hann sé hæfur til að reisa flokkinn úr rústunum. Það gæti þó orðið honum erfitt þar sem gríðarleg óánægja er með framgöngu hans og örlög flokksins sem einu sinni var stór. Það getur þó bjargað honum að enginn er í sjónmáli til að taka við af honum. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem skoraði hann á hólm og tapaði, ber í dag mörg þau merki að kjarkur hans til slíkra átaka sé á þrotum.

Loks ber að nefna að Bjarni hefur það orð á sér að hann sé teflónhúðaður og ódrepandi í pólitík. Spillingin loðir illa við hann og hæfileikinn til að lifa af getuleysið er ótvíræður …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -