Evrópusöngvakepppnin fór að mikilu leyti framhjá Íslendingum í ár og áhugaleysið varð fullkomið eftir að Hera Björk Þórhallsdóttir var send heim. Allt yfirbragð keppninnar í ár var með dapurlegasta móti og Ríkisútvarpið sendi varamenn út til að lýsa keppninni. Útvarpskonan dáða, Guðrún Dís Emilsdóttir, lét sig hafa það að mæta þegar Gísli Marteinn harðneitaði að lýsa keppni sem samþykkir að hafa Ísrael innanborðs þrátt fyrir meinta stríðsglæpi gagnvart Palestínumönnum. Stjórnendur keppninnar lögðu aftur á móti línur með því að banna Rússlandi þátttöku fyrir að sömu sakir í Úkraínu en sýndu tvöfalt siðgæði gagnvart Ísrael. Mikill þrýstingur var Stefán Eiríksson og aðra stjórnendur Ríkisútvarpsins að taka ekki þátt nema Ísrael yrði vísað á dyr. Því ákalli var ekki svarað.
Ýmsum þótti Guðrún Dís sýna geðleysi með því að stökkva til og reyna að fylla skarð Gísla Marteins við að lýsa beint frá hátíðinni illræmdu í Malmö. Þess utan réði hún ekki við verkefnið sem Gísli Marteinn hefur fram að þessu sinnt einn. Gripið var til þess ráðs að leggja Gunnu Dís til íþróttafréttamann sem lýsti keppninni með henni. Tveir fyrir einn en samt svo glatað. Gísla Marteins og hans gráa og eldfima húmors var saknað …