Nánast allir hátt settir Sjálfstæðismenn eru nú á nálum vegna væntanlegs landsfundar flokksins en næstum öruggt þykir að skipt verði um formann eftir slæma niðurstöðu flokksins í nýafstöðnum kosningum.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson eru líklegasta fólkið til að taka við slæmu búi Bjarna Benediktssonar. Þá hafa sumir innan flokksins nefnt Halldór Benjamín Þorbergsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, og Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra í Kópavogi, sem mögulega arftaka en slíkt yrði ekki neinum til góðs nema öðrum stjórnmálaflokkum.
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaherra, virðist af einhverri ástæðu algjörlega hafa gleymst í umræðunni þrátt fyrir að mikla ánægju innan flokksins með störf hennar og þá hefur hún þótt óhrædd við að láta pólitíska andstæðinga sína fá það óþvegið. Innan flokksins er hvíslað um að Guðrún eigi lítinn möguleika ef margir bjóða sig fram til formanns en hún gæti sigrað alla í einvígi um stólinn góða …