Sú krafa Sigurgeirs Brynjars Kristgeirssonar, framkvæmdastjóra Vinnslustöðvarinnar, að fá milljarð króna í bætur vegna úthlutunar á makrílkvóta með lögsókn hefur vakið athygli og reiði margra. Meðal þeirra sem fordæmt hafa kröfuna er Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Krafan er gerð vegna veiðireynslu útgerðarinnar á tilteknu árabili. Það merkilega er að megnið af þeim makríl sem skip Vinnslustöðvarinnar veiddu á umræddu tímabili fór í bræðslu en ekki til manneldis. Hermt er að yfir 70 prósent aflans hafi farið í gúanó. Það þýðir að fiskinum var mokað á land til að bræða hann og verðmætum í raun sóað. Nú vill Sigurgeir fá sína umbun frá almenningi fyrir frammistöðuna við veiðar sem einkenndust af kappi fremur en forsjá og voru væntanlega ekki eins þjóðhagslega hagkvæmar og hefði getað orðið. Þrátt fyrir þetta glittir í gullið því bræðslufiskurinn getur fært Vinnslustöðinni gríðarleg verðmæti í kvóta eða í versta fallli háðar skaðabætur frá almenningi …