Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, glímir við covid eins og þingflokkur hennar sem verður að teljast afskaplega seinheppinn. Þorgerður er brött þrátt fyrir smitið og var í viðtali á Bylgjunni þar sem hún bar sig vel og sagðist halda jólin fjarri fjölskyldu sinni. Hún sagðist vera með væg einkenni. Svo kom þessi furðulega yfirlýsing að veikindi hennar og einangrun kynnnu að verða einhverjum andstæðingum hennar ánægjuefni. Við þeim orðum sínum brást hún sjálf með því að segja að Viðreisn myndi halda dampi með varamönnum sínum. Óljóst er hvað formaðurinn hafði fyrir sér í yfirlýsingunni um mannvonsku andstæðinganna en líkast til var þarna um að ræða gráan húmor í kófinu og reyndin væntanlega sú að góður hugur allra er hjá þeim sem berjast við veiruna …