Einn vinsælasti sjónvarpsmaður landsins, Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, upplýsti nýverið að hann glímdi við sjaldgæfan taugasjúkdóm, Pure Autonomic Failure, sem lýsir sér þannig að blóðþrýstingurinn er alla jafna frekar lágur. Gísli útskýrði af hverju hann hefur stutt sig við ljósastaura vítt og breitt um landið og hvers vegna hann stendur iðulega með krosslagða fætur. Sjúkdómurinn er ástæðan. Gísli gefur þó ekkert eftir og hann er grjótharður göngumaður sem fer um fjöll og firnindi. Hann er einmitt einn af stofnendum nýstofnaðs Ferðafélags Borgarfjarðarhéraðs, deilar í Ferðafélagi Íslands, sem stendur fyrir öflugum göngum um heimahérað Gísla …