Auðkonan Guðbjörg Matthíasdóttir hefur úr nógu að moða ef marka má öll útgjöld hennar í Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins sem hún hefur um árabil haldið á lífi. Nú er hermt að hún vilji komast yfir útvarpsstöðina Bylgjuna og jafnvel vefmiðilinn Vísi sem eru í eigu Sýnar.
Ríkisútvarpið flutti þá frétt að viðræður hefðu átt sér stað um kaupin en þær strönduðu hingað til á því á því að verðmiðinn á Bylgjunni þætti alltof hár eða 1,5 milljarður króna. Ekki er ólíklegt að Guðbjörg og félagar vilji eignast Vísi sem hefur ítrekað verið með meiri lestur en mbl.is. Þannig myndu þau ná að drepa samkeppnisaðilann með því að gleypa hann í einum munnbita …