Fæstir botna í málatilbúnaði lögreglunnar vegan meintra áforma hóps manna um hryðjuverk. Meðal grunaðra í málinu er Guðjón Valdimarsson, faður Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Húsleit var gerð hjá honum í upphafi rannsóknar. Hún sagði sig frá rannsókinni vegna málsins og heldur sig til hlés. Málið var blásið upp af miklum krafti og umfangsmiklar lögregluaðgerðir og handtökur. Tveir ungir menn voru hnepptir í varðhald og þeir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Alþingi og árshátíð lögreglumanna.
Nú flýgur fyrir að ógnin sé ekki sú sem lýst var. Annar ungu mannanna hefur að sögn aldrei komist í kast við lögin en er hægrisinnaður. Hinn er vopnasafnari en er að sögn með allt skráð og löglegt. Hvíslað er um að málið sé reist á samskiptum mannanna sín í milli þar sem sem fallið hafi gortkennd ummæli þar sem vísað var í mögulegar aðgerðir sem túkaðar hefðu verið sem hryðjuverk í burðarlið.
Talsvert var gert úr svonefndum þrívíddarprentara sem notaður hefði verið til að framleiða byssur. Heimildir Mannlífs herma að þar sé um að ræða eina byssu sem var framleidd. Upplýsingafundur lögreglunnar í liðinni viku var ekki upplýsandi og lögreglumenn loðnir í tilsvörum. Málið virtist vera að koðna niður,
Áhyggjur af því að lögreglan yfirspili málið fara vaxandi. Jafnramt vekur það undrun að krafa um heimildir lögreglu til að bera rafbyssur kom upp í sama tíma og handtökurnar áttu sér stað …