Það molnar stöðugt meira undan Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins. Fyrrverandi og núverandi þingmenn stíga fram og krefjast uppgjörs gagnvart forystunni og margir efast um að rétta fólkið leiði flokkinn. Líkurnar á áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Vinstri-græna minnka stöðugt. Engum dylst að eldar loga á milli Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Bjarna og vandséð um framhald á samstarfi þeirra. Um árabil hefur verið lítt falinn klofningur innan Sjálfstæðisflokksins. Formaðurinn og Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra eiga nánast enga samleið og grefur hvor undan öðrum. Stórsigur Guðlaugs Þórs í prófkjöri flokksins þykir gefa honum byr undir báða vængi og stuðningsmenn hans telja sjálfgefið að hann taki við flokknum. Sjálfur starir hann á formannsstólinn. Aðrir telja það vera hið mesta óráð að fela honum stjórn flokksins með tilheyrandi klofningi. Niðurstaða komandi kosninga mun ráða örlögum Bjarna og því hvernig framvindan verður hjá Guðlaugi Þór…