Talsverður titringur er á meðal Sjálfstæðismanna í Kraganum með að Rósa Brynjólfsdóttir, fyrrverandi þingmaður VG, leggur til atlögu um fyrsta sæti á lista Samfylkingar í stað þess að fara fram í Reykjavík þar sem hún býr. Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Rannveigar – félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi, gefur einnig kost á sér í fyrsta sætið og nýtur mikillar velþóknunar innan félaga í kjördæminu. Talið er að Rósa lendi í miklum mótbyr þar sem hún hjólar í Guðmund Andra Thorsson, sitjandi leiðtoga í kjördæminu og þarf einnig að berjast við Jónu Þórey. Hvíslað er um það í kjördæminu að Guðmundur Andri sætti sig ágætlega við annað sætið og tefli sína skák af öryggi á meðan valkyrjurnar tvær berjast og bítast …