Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins var fjúkandi reiður í seinustu útsendingu sinni á Facebook. Ástæðan var sú að Heimir Már Pétursson, fréttamaður Bylgjunnar, kallaði flokk hans Frjálslynda flokkinn og hélt því fram að einn oddvita flokksins væri fótaðgerðafræðingur þegar raunin væri verslunarmaður. Formaðurinn froðufelldi nánast af reiði og sá samsæri gegn flokki sínum hjá flestum fjölmiðlum. Þá taldi hann Heimi Má leggja sig í einelti með rangfærslum af ýmsu tagi. Uppnámið er til dæmis um þá taugaveiklun sem er að grípa um sig í aðdraganda kosninga. Flokkur Guðmundar Franklíns mælist ekki inni á þingi, enn sem komið er, og kann það að skýra vanstillingu hans …