Séra Guðmundur Karl Brynjarsson er einn þeirra þriggja útvöldu sem keppa að því að verða biskup Íslands eftir að Agnes Sigurðardóttir hverfur á braut eftir skrautlegan feril. Guðmundur er sannkallaður tískuprestur sem nýtur mikilllar aðdááunar sóknarbarna sinna. Hann þykir vera einlægur í lífi og starfi. Guðmundur Karl gerði upp fortíð sína sem pönkari í neyslu og trúleysingi í viðtali við DV.
„Ég var guðsafneitari og Jesús fór sérstaklega í taugarnar á mér. Það er vegna þess að Jesús er svo afgerandi persóna að þú verður að taka afstöðu til hans. Svona gekk þetta í nokkur ár,“ segir Guðmundur Karl sem seinna sá ljósið og gerðist trúaður.
„Það var ekki fyrr en ég fann að ég var ekki lengur við stjórnvölinn, að ég réði ekki við eigin neyslu, að það opnaðist leið að trúnni,“ segir hann. Það kemur í ljós á næstunni hvort hann hreppir það hnoss að verða biskup Íslands …