Gunnar Smári Egilsson, leiðtogi sósialista, er í vandræðum. Hann var lengst af þvengmjór en er nú orðinn feitur ef marka má feita færslu hans á Facebook.
„Ég var mjór langt fram eftir aldri, var það sem kallað er sláni, leit út eins og strik. Svo fór ég að fitna og fannst það gaman, ný reynsla. Nú hef ég verið feitur í nokkur ár og er orðinn leiður á því. Hvernig losna ég við þetta sem hefur hlaðist utan á mig?“ spurði Gunnar Smári einlægur og lýsir áhyggjum sem plaga marga þessa dagana þegar offita er sem faraldur í samfélaginu.
Það stóð ekki á viðbrögðum og hann fékk fjölmörg hollráð í athugasemdum virkra. Rauði þráðurinn þar var að hann þyrfti að hreyfa sig og passa mataræðið …