- Auglýsing -
Ólga er innan Frímurarareglunnnar vegna væntanlegs nýs félaga sem kjósa skal um á þriðjudaginn komandi. Það flýgur fyrir að Eiríkur Hreinn Helgason, lögreglumaður og meistari stúkunnar Eddu, hafi mælt með því að séra Gunnar Sigurjónsson, fyrrverandi prestur Digraneskirkju, verði frímúrari.
Það var í vor sem séra Gunnar var borinn upp í stúkunni Eddu. Gunnari var vikið úr embætti af prests vegna ásakana kvenna um að hann hefði stigið yfir mörk í samskiptum við þær. Teymi Þjóðkirkjunnar hafði komist að þeirri niðurstöðu að séra Gunnar hefði í tíu tilvikum orðið uppvís að háttsemi sem væri ósæmileg, óhæfileg og ósamrýmanleg starfi hans sem prests.
Sú krafa er uppi á meðal frímúrara að nýir félagar séu vammlausir. Fyrir nokkrum misserum var lögmanninum umdeilda, Ómari Valdimarssyni, í tvígang meinað um að verða félagi eftir hörð mótmæli reglubræðra.
Nú telja margir fulla ástæðu til að verjast hinum umdeilda presti og hafna umsókn hans. Heimildir herma að að æðsti prestur Frímúrarareglunnar, Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, hafi ekkert tjáð sig um umsókn hins umdeilda prests …