- Auglýsing -
Tónlistarmaðurinn Gunnar Þórðarson situr ekki auðum höndum þótt hann glími við afbrigði af parkinsonsveiki og geti ekki lengur með góðu móti spilað á gítarinn af alkunnri snilld. Gunnar sagði sögu sína af einlægni í Mannlífinu með Reyni Traustasyni þar sem ekkert var dregið undan.
Undanfarin ár hefur meistarinn lagt fyrir sig klassíska tónlist og samið stórvirki á borð við Ragnheiði. Þessa dagana er Gunnar að semja óperu um Tyrkjaránið sem örugglega á eftir að vekja í senn eftirtekt og aðdáun …