Fullkomin óvissa er uppi í forsetakosninginum eftir að undanfarnar kannanir leiddu í ljós að Katrín Jakobsdóttir með með sína fortíð skorar hæst hjá kjósendum með allt að 25 prósenta fylgi. Framan af leiddi Halla Hrund Logadóttir með allt að þriðjungsfylgi en hallað hefur á hana og hún sigið niður í 2-4 sæti.
Hástökkvarinn er aftur á móti Halla Tómasardóttir sem líkt og fyrir átta árum bætir smám saman við sig og er nú á hælum Katrínar og jafningi Baldurs Þórhallssonar og Höllu Hrundar. Halla var á mörkum þess að sigra Guðna Th. Jóhannesson, núverandi forseta Íslands, á sínum tíma.
Stöðugt fleiri spá Höllu Tómasardóttur sigri. Þeirra á meðal er fjölmiðlamaðurinn Gunnar Smári Egilsson sem var afdráttarlaus í þeirri skoðun sinni við Rauða borðið á Samstöðinni að hún nái að sigra. Halla verður forseti, var boðskapur hans.
Ekki eru allir sammmála þeirri greiningu nú þegar vika er eftir. Langflestir telja að Katrín eigi mesta möguleik en óttast þá að Bessastaðir verði einskonar heimahöfn Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar …