Hannes Hólmsteinn Gissurarson, fyrrverandi prófessor, hefur aldrei verið eins hamingjusamur og þessa dagana. Þetta kemur fram í viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur, blaðamanns Morgunblaðins, við hann. Hannes hefur verið duglegur að pósta á Facebook myndum af sér og öðrum glæsimennum í Brasilíu.
Hann segist í viðtalinu búa til skiptis á Íslandi og í Brasilíu. Á ýmsu hefur þó gengið á ferðalögum hans og frægt þegar hann lenti í útistöðum við múslíma sem hann ásakaði um að hafa stolið tösku sinni. Kolbrún spurði Hannes hvort ekki væri staðreynd að á Íslandi væri hann lítið eftirsóttur.
„Þú ert á þeytingi um heiminn að halda fyrirlestra og sitja ráðstefnur. Þú virðist ekki vera jafn eftirsóttur hér á landi. Er það eitthvað sem truflar þig?“ spurði Kolbrún. Hannes svaraði því að þetta truflaði sig ekkert.
„Það er hins vegar rétt að eftir bankahrunið 2008 hætti ég svo sannarlega að vera spámaður í föðurlandi. Ég hafði talsverð áhrif á níunda og tíunda áratugnum,“ segir Hannes og boðar að sjálfsævisaga hans væri í bígerð . Hún yrði skrifuð áður en hann yrði orðinn „alltof mildur eða meyr“.
Víst er að einhverjir bíða spenntir eftir afhjúpuninni en Hannes er á meðal allra umdeildustu Íslendinga og hefur iðulega staðið í orrahríð vegna ýmissa hneykslismála …