Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor á eftirlaunum, er duglegur að tjá sig um margvísleg málefni á milli þess sem hann lifir í vellystingum í Brasilíu og víðar. Hann vakti athygli á kommum og meðferð þeirra á Facebook. „Ég gæti þess vandlega í öllum skrifum mínum á ensku að nota Oxford-kommurnar …,“ skrifar hann.
Fyrrverandi vinur hans og vopnabróður, Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður á eftirlaunum, datt strax inn með athugasemd. „Gættu þín samt á kommunum, sem þú vilt styðja í forsetakjöri,“ skrifaði hann og vísar þar til þess að Hannes Hólmsteinn hefur líst yfir stuðningi við Katrínu Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem teygir sig eftir veldissprotanum á Bessastöðum með Skrímsladeild Sjálfstæðisflokksins í fylkingarbrjósti. Hannes svaraði í engu glósu Jóns Steinars.
Sú var tíðin að Jón Steinar og Hannes Hólmsteinn krupu saman við fótskör Davíðs Oddssonar, þá borgarstjóra og seinna forsætisráðherra og ritstjóri Moggans. Bandalag þeirra var gjarnan skilgreint sem Bláa höndin og hafði ítök og völd víða um samfélagið. Nú er tíðin önnur og Jón Steinar er fallinn úr náðinni og bannfærður en eftir standa tvímenningarnir og ríghalda í völd fortíðar. Fingur var höggvinn af Bláu höndinni.
Víst er að Jón Steinar passar sig á kommunum. Hann sveiflast áttavilltur á milli frambjóðenda og styður ýmist þennan eða hinn. Hann er þó algjörlega fráhverfur Katrínu …