Laugardagur 18. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hannes sýknaði Davíð

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það vakti mikla athygli að Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, birti viðtal við sjálfan sig á besta stað í Mogganum í gær. Þar var á fréttasíðu fjallað í löngu máli í frétt um þau stórtíðindi að Seðlabankinn lét mála og afhjúpa mynd af kappanum sem fyrrverandi seðlabankastjóra. Mogginn, einn fjölmiðla, gerði þessum stórmerku tíðindum efnislega skil. Fjallað var um málið á þessum vettvangi hér og bent á að Davíð var í raun settur af vegna meintra mistaka við hagstjórnina. Gefið var til kynna að fáir, ef nokkur, hefðu talið hann hæfan til að gegna embætti seðlabankastjóra.

Þarna var ekki farið allskostar rétt með. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor skrifaði, samkvæmt pöntun, skýrslu um hrunið þar sem niðurstaðan er afdráttarlaust sú að hrunið hafi verið Bretum að kenna og að Davíð hefði ítrekað varað íslenska ráðamenn við stöðunni. Hanns Hólmsteinn lýsti Davíð ekki aðeins saklausan heldur einnig mjög hæfan sem varðmann hagkerfisins. Vandinn hafi verið sá að ekki var hlustað á varnaðarorðin. Almenningur greiddi fyrir gerð skýrslunnar. Beðist er velvirðingar á að hafa ekki týnt til þennan stuðning við seðlabankastjórann Davíð sem var nánast borinn út úr bankanum og sakaður um afglöp …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -