Harka er að færast í leikinn í baráttu þeirra Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur ferðamálaráðherra og Haraldar Benediktssonar, alþingismanns og oddvita flokksins í Norðvesturkjördæmi um efsta sætið í prófkjöri flokksins í næsta mánuði. Bændahöfðinginn er ekkert á því að láta varaformanni Sjálfstæðisflokksins eftir oddvitasætið. Stuðningsmenn hafa látið það berast að Kolbrún ráði ekki við verkefnið sökum ungs aldurs og reynsluleysis. Haraldur verði að sitja áfram ef kjördæmið eigi að halda vigt sinni. Lokaútspil stuðningsmanna hans er síðan það að Haraldur hóti að hætta vef hann lendir í öðru sætinu sem þó er þingsæti. Það kómíska er að hann hefur lengi boðað að hann hyggist hætta á þingi en eins og segir í Stuðmannalaginu þá var engin leið að hætta fyrr en nú ef hann fellur í prófkjörinu …