Góðmennið Haraldur Ingi Þorleifsson, starfsmaður Twitter, veit ekki hvort hann er núverandi eða fyrrverandi starfsmaður samfélagsmiðilsins. Fréttir báruist af því ío seinustu viku að hann hefði verið rekinn í niðurskurði hjá fyrirtækinu. Sú ályktun var dregin vegna þess að aðgangi hans að kerfum fyrirtækisins. Engin formleg uppsögn hefur borist Haraldi frá fyrirtækinu. Hann segir Elon Musk, eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað fyrirspurn sinni fremur en mannauðsstjóra fyrirtækisins.
Haraldur Ingi setti inn færslu á Twitter þar sem hann sendir Elon Musk tóninn.
„Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvu minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ skrifar Haraldur Ingi út í tómið …