Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er í sjálfheldu á hóteli í Kulusuk á Grænlandi. Kappinn kemst hvorki lönd né strönd vegna óveðurs sem geysar á svæðinu. Sigmundur er á ferðalagi á Ausur-Grænlandi í óljósum erindum ásamt fólki úr Vestnorræna ráðinu. Morgunblaðið gerir mikið úr því að hann og félagar hans hafi ekki komist frá Kulusuk til Tasilaq þar sem til stóð að ferðalangarnir myndu bera saman bækur sínar.
Mogginn segir í umfjöllun sinni að fyrirheitni staðurinn Tasilaq sé „þorp“. Hið rétta er að þar er að í þessum höfuðstað austurstrandarinnar búa nokkur þúsund íbúar. Þá er nokkur umfjöllun um að Sigmundi sé ekki óhætt að fara út í óveðrið nema með „haglabyssu eða sprey“ vegna hættu á að hitta fyrir ísbjörn. Hið rétta er að ísbirnir eru ekki algengir við Kulusuk og ekki dæmi um að þeir hafi orðið fólki að fjörtjóni í seinni tíð. Þá er áleitin spurning hvort dýrum á svæðinu stafi ekki frekar hætta af Sigmundi Davíð sem er frægur fyrir að leggja sér til munns hrátt kjöt. Vonir standa til að ferðalangarnir komist heim, heilir á húfi, á næstu dögum …