Egill Helgason, umsjónarmaður Kiljunnar, er maðurinn sem heldur um flesta þræði fyrir hver bókajól. Hann á það til að vera dálítið sjálfhverfur og jafnvel hégómagjarn. Það þykir mikilvægt fyrir höfunda að vera í náðinni hjá honum ef þeir vilja ná í gegn og selja bækur sínar. Í siðasta þætti Kiljunnar var tekin fyrir bókin 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur. Bókmenntarýnirinn Kolbrún Bergþórsdóttir benti á að nafn Egils kæmi fyrir í bókinni. Það klukkaði í Agli, sem gerðist svo alvarlegur og benti á að Gísli Marteinn Baldursson væri nefndur oftar í bókinni. Það er greinilega nauðsynlegt fyrir höfunda að hafa talninguna á hreinu þegar þeir droppa mikilvægum nöfnum ….