Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þykir vera hörð í horn að taka ef því er að skipta og beitir gjarnan óhefðbundum aðferðum til að ná sínu fram. Hún hleypti öllu í bál og brand á dögunum þegar hún sagði að fiskverkafólk á Íslandi væri með laun sem væri hærri en meðallaun í landinu. Heiðrún fékk á baukinn frá einum helsta strigakjafti verkalýðshreyfingarinnar sem kallaði hana lygara. „Ég þoli ekki lygi,“ sagði Aðalsteinn Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar á Húsavík við Fréttablaðið og áréttaði að hún léti áróðurinn bera sig ofurliði þegar annað liggi fyrir. Heiðrún Lind er talsmaður stórútgerðarinnar í landinu og hefur þótt sannsögul fram að þessu …