Baráttukonan Heiðrún Lind Marteinsdóttir hefur verið dugleg að berjast fyrir sitt fólk í Samtökum í sjávarútvegi. Framan af hefur hún gjarnan gætt orða sinn og verið kurteis og rökföst, þvert á það sem gerðist í tíð forvera hennar, Kristjáns Ragnarssonar, sem var þekktur strigakjaftur. En nú virðist vera orðin á breyting og Heiðrún sýnir tennurnar.
Nýleg yfirlýsing Heiðrúnar og félaga benda til þess að andi Kristjáns svífi enn yfir vötnum. Mikil reiði brýst fram í yfirlýsingu samtakanna þar sem fjallað er um 2000 tonna aukningu veiðiheimilda smábáta á strandveiðum. Þar segir að látið sé undan „græðgi strandveiðimanna sem kunna sér vart hóf“. Samtökin vara við þeirri skelfingu sem geti hlutist af þessari aðgerð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra. Segja má að mikið sé lagt í mótmæli þar semum er að ræða aukningu sem nemur ársafla eins vertíðarbáts. Fjöður er orðin að hænu …