Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingar, hefur sannað sig rækilega á fyrstu dögum í embætti og mælist nú vinsælasti stjórnmálamaður landsins og skákaði sjálfri Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Kristrún hefur flest með sér til að ná árangri með flokk sinn og koma honum í ríkisstjórn. Hún hefur sveigt af þeirri leið að útiloka Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern annan flokk frá samstarfi í ríkisstjórn. Sú yfirlýsing hennar hleypti illu blóði í samflokksmann formannsins, Helgu Völu Helgadóttur þingmann, sem fór í fýlu, reis gegn formanni sínum og sagði að Samfylkingin skuldaði þjóðinni að gefa Sjálfstæðisflokknum frí. Þessi yfirlýsing mun hafa farið illa í Kristrúnu sem áður hafði sett hana af sem þingflokksformann og komið Loga Einarssyni, fráfarandi formanni, í það embætti.
Það er skoðun einhverra að pólitískt líf Helgu Völu sé í mikilli óvissu vegna vegna uppreisnarinnar gegn formanninum …