Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
0.7 C
Reykjavik

Helgi Áss í uppreisn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Innan Sjálfstæðisflokksins er þagnarbandalag um erfiðleika flokksins sem hefur misst frá sér stóran hluta kjósenda sinna í stjórnartíð Bjarna Benediktssonar formanns. Fylgi, sem er rétt yfir 20 prósentum, er víðsfjarri því sem gerðist á blómatímum þar sem það var tvöfalt hærra á landsvísu. Þótt þögnin um frammistöðu Bjarna sé sláandi eru þó raddir uppi um að nauðsynlegt sé að breyta forystunni eða bylta. Hulduher Guðlaugs Þórs Þórðarsonar hefur verið tilbúinn í þann slag en leiðtogann virðist skorta kjark.

Skákmeistarinn og varborgarfulltrúinn Helgi Áss Grétarsson er ekki einn hinna þöglu og hefur gert uppreisn. Hann upplýsti í podcastinu Mannlífinu að skipta þyrfti út hluta af forystunni. Í framhaldinu bauð hann sig fram til ritara flokksins. Ekki er þó víst að flokkseigandafélag Bjarna fallist á að láta honum eftir þann sess og hleypa óvini inn í hin helgu vé flokksins. Landsfundur Sjálfstæðisfælokksins er í nóvember. Þá verður væntanlega skýrsla um sölu Bjarna fjármálaráðherra á bréfum í Íslandsbanka tilbúin …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -