Flest verður Hildi Björnsdóttur, leiðtoga SJálfstæðisflokksins, og félögum hennar á lista flokksins í Reykjavík að ógæfu. Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur, sem situr í 7. sæti listans er sagður ósáttur við þá vegferð sem Sjálfstæðisflokkur Bjarna Benediktssonar er á. Hann er því lítt sýnilegur í nauðvörninni í Reykjavík og framboðið í raun klofið.
Helgi Áss þykir skeleggur og átakasækinn og gæti gagnast vel. Hann hefur tekið upp hanskann fyrir Kjalnesinga sem eru afskiptir í sveitafélaginu og bendir á að í íbúakosningum árið 2019 hafi Kjalnesingar lagt til að reist yrði „Minnismerki um brostin loforð Reykjavíkurborgar.“ Helgi Áss vill virða þann vilja íbúa. Pólitískir andstæðingar hans og Hildar benda á að sniðpugt væri að reisa annað minnismerki í Engey sem bæri yfirskriftina Brostnar vonir Sjálfstæðisflokksins …