Bandaríkjamenn hafa hug á því að koma sér aftur varanlega fyrir á Íslandi. Undanfarið hafa herþotur ferið á þeytingi um og yfir Suðurnesin með brennara sína. Hershöfðinginn Robert Burke reifaði mögulega afturkomu í Morgunblaðinu og sagði að stefnt væri að samtali við stjórnvöld um að Ísland yrði varanlegt fótspor frá Bandaríkjunum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun þurfa að ræða málið við sitt fólk í Vinstri-grænum sem hefur margt hvert verið duglegt í Keflavíkurgöngum. Kjósendur hennar hafa lengst af verið mjög andvígir hersetu en helstu áherslur flokksins hafa breyst undanfarin ár. Flokkurinn hefur aðhyllst og jafnvel stofnað til stóriðju sem áður var hið mesta hrakyrði þar. Þá á fiskeldið sér öfluga talsmenn innan VG. Ekki er útilokað að VG samþykki að Kaninn fái að skjóta rótum á Íslandi aftur og færi Íslendingum gull og góðæri …