- Auglýsing -
Mikil sorg ríkir vestur á fjörðum vegna fjölskyldunnar frá Flateyri sem lenti í sjónum í Skötufirði eftir útafakstur í glerhálku. Þrennt var í bílnum, par með lítið barn. Svo hörmulega fór að konan lést á spítala. Lögreglan hefur gefið út að rétt viðbrögð vegfarenda sem komu að slysinu hafi skipt sköpum með björgun. Einn þeirra sem á hlut í þeirri hetjudáð er Einar Valur Kristjánsson, forstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, samkvæmt heimildum Mannlífs. Einar kom að slysinu ásamt Kristjáni Jóakimssyni, annarri hetju sem kom við sögu í þessum harmleik …