Á borgarstjórnarfundi í gær tókust þau Hildur Björnsdóttir og Dagur B. Eggertsson á. Oddviti Sjálfstæðisflokksins vildi meina að meirihlutar undir stjórn Dags hefðu staðið sig illa þegar kemur að uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í borginni. Þó vissulega sé hægt að gagnrýna borgarstjóratíð Dags fyrir marga hluti þá er þessi tiltekna gagnrýni í besta falli ósanngjörn og benti borgarstjórinn fyrrverandi á fjölmörg verkefni máli sínu til stuðnings.
Svaraði Hildur þá með því að félögin Þróttur og KR hafi verið svelt undanfarin áratug. Ekki liggur fyrir hvort borgarfulltrúi viti að Þróttur fékk afhenta tvö glænýja gervigrasvelli í fyrra ásamt því að skipt var um gervigras á aðalvelli félagsins. Nokkuð ljóst er þó að skot Hildar fór langt fram hjá markinu…