Hildur Björnsdóttir, leiðtogaefni Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, er undir smásjá marga þessa dagana og sýnist sitt hverjum um stefnu hennar og hæfileika sem leiðtoga. Meðal þeirra sem efast er Þorkell Á. Jóhannsson flugmaður og eindreginn stuðningsmaður þess að hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýriunni. Hann skrifar grein í Moggann í dag þar sem hann skammar Hildi fyrir að vera ekki öll þar sem hún er séð „… Víkur nú sögunni aftur að hinni
nýju „vonarstjörnu“ Sjálfstæðisflokksins, Hildi Björnsdóttur. Nú á aðventunni beindi ég til hennar spurningum um þetta mál á fésbókinni. Í fyrstu atrennu eyddi hún færslu minni af veggnum sínum! …,“ skrifar Þorkell sem gaf sig ekki, krafðist svars og náði að kreista fram viðbrögð sem lýstu að mati spyrjandans ekki afstöðu hennar heldur flokksins. Og hann treystir Hildi ekki fyrir horn fremur en Gísla Marteini Baldurssyni og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem hann segir að á sínum tíma hafi traðkað á þeim landsfundarsamþykktum flokksins sem snúa að flugvallarmálinu …