Miðvikudagur 15. janúar, 2025
6.6 C
Reykjavik

Hitnar undir Máa

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á ekki sjö dagana sæla um þessar myndir. Ásakanir um spillingu og hörku dynja á honum. Saga Ólafs Jónssonar, skipstjóra og baráttumanns gegn kvótanum, einkennist af meintu ofbeldi Máa, eins og hann kallast, og þykir vera dæmigerð fyrir vinnubrögð forstjórans sem ræður yfir stórum hluta af Íslandsmiðum.

Mál á hendur Samherjamönnum í Namibíu eru í fullum gangi þarlendis en í hægagangi á Íslandi. Samherjarnir eru sakaðir um spillingu af ýmsu tagi og að hafa mútað embættismönum og öðrum til að fá kvóta. Nú er komin út bók um málið í Namibíu þar sem farið er ítarlega í saumana á því. Höfundar eu prófessorinn Roman Grynberg og rannsóknarblaðamaðurinn Shinovene Immanuel, ritstjóri The Namibian. Þar er í smáatriðum lýst hvernig Samherjamenn eiga að hafa hagnast á kostnað almennings í Namibíu. Hópur manna er í gæsluvarðhaldi í Namibíu vegna ásakana um spillingu. Samherjamenn hafa ekki þorað að mæta þar fyrir rétt til að skýra sinn hlut.

Heima á Íslandi er málið að veltast um í kerfinu án þess að sjái til lands. Þótt einhverjir trúi því að gyðja réttlætis sé á Íslandi ekki síður en í Namibíu eru einhverjir sem telja að Samherjamenn séu einfaldlega of valdamiklir til að kerfið nái utan utan um málið hérlendis …

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -