Hörður Ægisson og félagar hans á Innherja, undirsíðu Vísis, hafa uppi áform um að koma upp stórveldi á sviði vefmiðlunar. Hermt er að til standi að loka vefnum að mestu fyrir öðrum en áskrifendum og leggja upp í harða samkeppni við Viðskiptablaðið. Þá er hvíslað um að Hörður og Ólöf Skaftadóttir, samstarfskona hans, stefni að því í samvinnu við Sýn að vera með sérstakt fyrirtæki í kringum Innherja. Hörður vill þannig miklu meira en að vera launþegi.
Þau myndu þá eiga 50 prósent samanlagt á móti 50 prósentum Sýnar. Þetta leggst misjafnlega vel í aðra starfsmenn. Ekki eru allir á því að mögulegt verði að selja áskriftir í þeim mæli sem myndu duga til að reka vefinn með hagnaði. Þar er meðal annars vísað til róttækra skoðana ritstjórans. Gárungarnir kalla Hörð Litla-Heimdall sem er vísan til þess að hann standi hægra megin við hægrið og sé hatrammur andstæðingur Evrópusambandsins …